29.02.1984
Neðri deild: 53. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3289 í B-deild Alþingistíðinda. (2833)

31. mál, kosningar til Alþingis

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég vil undirstrika að sú þáttill. sem hv. 3. þm. Reykv. lagði sérstakt kapp á að drepa fór fyrst og fremst fram á það eitt að útreikningarnir skyldu fara fram. Og sá sem ekki þorði að horfa framan í útreikningana hefði nú varla verið maður til að hagnýta sér þá. Það liggur þess vegna ljóst fyrir að hér er verið að reyna að slá ryki í augu þingheims með því að bera því við sem kom hér fram á eftir.

Ég vil undirstrika það að hv. 3. þm. Reykv. sýndi þar vissulega sitt rétta andlit þegar hann lagðist gegn því að þessir útreikningar færu fram.