29.02.1984
Neðri deild: 53. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3289 í B-deild Alþingistíðinda. (2835)

134. mál, alþjóðasamningar um varnir gegn mengun frá skipum

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Þetta frv. til l. um framkvæmd alþjóðasamnings um varnir gegn mengun frá skipum er stutt. Það er tvær greinar. Frv. er flutt til þess að Ístand geti gerst aðili að alþjóðasamningi um varnir gegn mengun frá skipum sem gerður var í London í nóv. 1973 og bókun frá 1978. Samningurinn öðlaðist gildi í febr. 1983.

samgn. fékk Kristin Gunnarsson deildarstjóra í samgrn. og Hjálmar Bárðarson siglingamálastjóra á sinn fund eins og fram kemur í nál. á þskj. 394. Það kom fram í þeirra máli að það væri mjög erfitt að ekki skyldi takast að ljúka þessu máli á síðasta þingi. Það var lagt fyrir Ed. á síðasta þingi en umr. varð ekki lokið. Það hafa orðið erfiðleikar í sambandi við þetta mál nú þegar.

Samgn. leggur til að frv. verði samþ. óbreytt.