06.03.1984
Sameinað þing: 61. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3395 í B-deild Alþingistíðinda. (2917)

432. mál, tilraunastöðin á Reykhólum

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Ég vil láta það koma fram að ég er mjög andvígur því að leggja niður tilraunastöðina á Reykhólum og vil nefna það sem rök að þetta er eina tilraunastöðin á Vestfjörðum og hún hefur gefist vei. Hins vegar verðum við að vera opin fyrir því sem betur má fara. Ég treysti því að hæstv. landbrh. láti þá athugun fram fara sem hann gat um, en endanlegar ákvarðanir verði ekki teknar nema í samráði við þm. Vestfjarða sem hafa fjallað um þetta mál fyrir hönd heimamanna.

Ég tel að á Reykhólum hefi verið unnið mikið og merkilegt starf á undanförnum árum og áratugum. Hér er um veika byggð að ræða sem hefur ekki traust atvinnulíf. Því munar um allan samdrátt sem þar á að eiga sér stað. En fyrst og fremst þarf þá að finna ný verkefni til að halda rannsóknastarfseminni áfram. Ég treysti því að hæstv. landbrh. sýni þessum málum þann skilning sem ég veit að er fyrir hendi hjá honum og það verði leitað samstarfs við þm. kjördæmisins í þessu efni.