06.03.1984
Sameinað þing: 61. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3404 í B-deild Alþingistíðinda. (2933)

430. mál, kvörtunarnefnd

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Ég er alveg sammála fyrirspyrjanda í því að nefnd sem þessi á auðvitað að vera á sérstökum sjálfstæðum lið í fjárlögum. En kannske má segja að afgreiðsla á þessari fjárveitingarbeiðni rn. hafi e. t. v. strandað á því að nefndin var varla byrjuð að starfa en því verður eðlilega fylgt eftir. Hins vegar vil ég taka fram varðandi þau mál sem eru í þessu kerfi, að vitaskuld er hverjum og einum það í sjálfsvald sett, ef þau fá ekki afgreiðslu á tilskildum stöðum, að vísa til þessarar nefndar þó að starfsreglur hennar séu ekki fyrir hendi. Það er öllum í sjálfsvald sett og ekki mun ég setja mig upp á móti því.