06.03.1984
Sameinað þing: 62. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3425 í B-deild Alþingistíðinda. (2962)

189. mál, fríiðnaðarsvæði við Keflavíkurflugvöll

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Forseti gerir sér ekki grein fyrir við hvað hv. 5. landsk. þm. á þegar — (EG: Þm. á við það þegar hv. þm. segja hvað eftir annað þú við aðra þm. og þú við ráðh. það hefur ekki verið venja hér.) Það er alveg rétt. Það hefur farið fram hjá forseta en ef forseti hefði tekið eftir því hefði hann gert aths. við það. Ég bið menn að hafa það í huga að það eru ákvæði um það hvernig á að ávarpa þingið, það eru ákvæði um það í þingsköpum og hvernig á að ávarpa forseta. Það er raunar ekki alltaf rétt gert og þetta minnir forseta á að þörf er fullrar aðgæslu í þessu efni og ég bið hv. þm. að minnast þess.