08.03.1984
Sameinað þing: 63. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3477 í B-deild Alþingistíðinda. (3001)

Um þingsköp

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Ég vildi aðeins spyrja forseta hvað veldur því að 8. mál á dagskrá Sþ. í dag, sem er hér á prentaðri dagskrá a. m. k. í þriðja sinn, þ. e. könnun á orsökum hins háa raforkuverðs, 2. mál Sþ., er ekki tekið fyrir, því að nú er mér kunnugt um það og hv. þm. öðrum að nái. hefur legið fyrir allnokkra hríð. Veldur það því furða að þetta mál er ekki tekið til afgreiðslu hér í Sþ., þar sem það er tilbúið til afgreiðslu og nefnd hefur skilað um það áliti.