08.03.1984
Sameinað þing: 63. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3477 í B-deild Alþingistíðinda. (3002)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það mál hefur ekki verið tekið til umr. vegna þess að hæstv. iðnrh. óskaði eftir að umr. yrði frestað. Þó var það á síðasta fundi, þegar ég ætlaði að taka málið til umr., þá óskaði frsm. viðkomandi n. eftir að málinu yrði frestað. Ég geri ráð fyrir að þetta mál verði tekið fyrir þegar á þessum fundi, ef tími vinnst til. En það er gert ráð fyrir að við tökum fyrst fyrir á þessum fundi 4. dagskrármálið, eins og þegar hefur verið tilkynnt, og tekur hæstv. fjmrh. til máls.