13.03.1984
Sameinað þing: 64. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3678 í B-deild Alþingistíðinda. (3086)

185. mál, greiðslur ríkisfyrirtækja til Vinnuveitendasambandsins

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Ég vil leiðrétta það strax ef misskilin hafa verið mín ummæli um vinnumálanefndina. Ég sagði aldrei að hún mundi starfa áfram. Ég greindi frá því hvað kostað hefur að reka þá nefnd og sagðist ekki geta svarað þeirri spurningu hvort nefndin starfaði áfram. Hún starfar eflaust áfram meðan við einhver fyrirtæki eða starfsmenn einhverra fyrirtækja er að semja, en hún væri að sjálfsögðu óþörf ef þau verk gengju inn í Vinnuveitendasamband Íslands.

Ég vil einnig leiðrétta það að Framsfl. hafi verið svínbeygður í þessu. Framsfl, hefur farið eftir sinni sannfæringu og byggir á þeirri reynslu sem fengist hefur frá því að sú skipan var upp tekin sem verið hefur. Við lærum af reynslunni og erum tilbúnir til að breyta okkar afstöðu með tilliti til þess. Framsfl. er ekki steinrunnið fyrirbæri eins og Alþb.