13.03.1984
Sameinað þing: 64. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3691 í B-deild Alþingistíðinda. (3111)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Á mælendaskrá um þingsköp eru fjórir hv. þm. Ég vildi mega beina þeim alvarlegu orðum til þeirra sem eru á mælendaskrá, hvort ekki væri möguleiki að þeir stilltu máli sínu mjög í hóf og umfram allt að ræða ekki um efnishlið þess máls sem hér hefur borið á góma, heldur um þingsköpin sjálf eins og vera ber í umr. um þingsköp.

Ég vek athygli á því að ætlunin er að halda annan fund í Sþ. í dag. Það eru mjög þýðingarmikil mál þar á dagskrá. Auk þess er gert ráð fyrir umr. utan dagskrár í upphafi fundar.

Við höldum þá áfram umr. um þingsköp.