15.03.1984
Sameinað þing: 66. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3792 í B-deild Alþingistíðinda. (3218)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. 5. þm. Vestf. sagðist harma að forseti hefði frestað umr. þegar það var gert. Hins vegar hefði ekki átt að ljúka umr. Það skal sagt til upplýsingar, að þegar forseti frestaði umr. var enginn á mælendaskrá nema hv. 8. þm. Reykv., sem ekki var í salnum. Það var ætlunin að nota það sem við ættum eftir af þeim fundartíma, sem hér var áður ákveðinn, til þess að taka annað mál fyrir. Þar sem augljóst var að ekki var hæfilegt að ljúka þessari umr. á þessum fundi þótti rétt að fresta henni þegar í stað undir þessum kringumstæðum.