20.03.1984
Sameinað þing: 67. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3893 í B-deild Alþingistíðinda. (3320)

224. mál, ráðstöfun gegnismunar

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Komið hefur fram í máli hv. 10. landsk. þm.þm. telur að nú sé komið lag til að snara út úr allshn. á næsta þriðjudegi ákveðnu máli. Hv. þm. er fullkunnugt um að meðgöngutími mála hjá n. er mislangur og kemur þar eitt og annað til. Eitt atriðið er það að mál eru send til umsagnar og einnig mjög gjarnan kallað á menn til funda við n. Þannig hélt n. reglulegan fund í morgun og tók fyrir tvö mál þar sem flutningsmenn voru úr Alþb. Þrír fulltrúar voru kallaðir á fund n. og mikilvirkasti nm. á mælendaskrá hjá n. var tvímælalaust hv. 10. landsk. Þannig tekur oft þó nokkurn tíma að vinna að framgangi mála.

Ég hef sagt hv. 10. landsk. þm. að ég ætla ekki að liggja á mátum. Það liggur alveg ljóst fyrir og það er margbúið að koma því á framfæri. Hins vegar mun n. vafalaust þurfa að þyngja eitthvað á sinni vinnu þegar líður á veturinn og er það ekki óalgengt með slíkar n. Það má minna á að fjvn. vinnur fyrst og fremst fyrir jól. Svo má einnig segja að eðlilegt sé að þær n. sem taki við þáltill. auki sína vinnu þegar nálgast vorin.

Hitt er svo annað mál að það getur verið misauðvelt að ná n. saman og það tekst ekki alltaf vegna þess að menn hafa mörgum störfum að sinna, eru m. a. í mörgum n. og þeirra fundartími rekst gjarnan á. Þannig átti ég t. d. að vera á öðrum nefndarfundi núna í morgun kl. 10 en ég vil undirstrika það að hv. 10. landsk. þm. þarf ekki að óttast að ekki verði tekin afstaða til mála.