20.03.1984
Sameinað þing: 67. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3907 í B-deild Alþingistíðinda. (3335)

426. mál, fjármögnun húsnæðismála

Félmrh. (Alexander Stefánsson):

Herra forseti. Vegna síendurtekinna ummæla hv. 3. þm. Reykv. vil ég aðeins endurtaka það sem ég hef sagt áður og fyrr að húsnæðismálastjórn á eftir að gera endanlegar framkvæmdaáætlanir fyrir árið 1984, bæði að því er varðar Byggingarsjóð ríkisins og Byggingarsjóð verkamanna. Sú áætlun verður send til félmrh. og þá mun ég að sjálfsögðu skoða þá áætlun sem byggð er á samþykktum fjárlögum og samþykktri lánsfjáráætlun og gera þær ráðstafanir sem þarf að gera í sambandi við þau mál. Fyrr er ekki hægt að ræða um málið eins og hv. þm. gerði áðan.