01.11.1983
Sameinað þing: 11. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 476 í B-deild Alþingistíðinda. (341)

20. mál, hjartaskurðlækningar á Landspítalanum

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Herra forseti Hæstv. fjmrh. kom hér og lýsti þeirri skoðun sinni að það ætti að stöðva byggingu Seðlabankahússins vegna þess að það væri orðið tákn í hugum þjóðarinnar fyrir það að meiri peningar væru til í landinu heldur en gefið er í skyn. Það ætti að stöðva byggingu þessa húss vegna þess að það væri erfitt að telja fólki trú um, sagði hæstv. fjmrh., að ekki séu til meiri peningar en látið er í veðri vaka á meðan það er í byggingu.

Þess vegna langar mig til að spyrja hæstv. fjmrh.: Eru til meiri peningar í landinu en gefið er í skyn og lesa má út úr þessum svörum hæstv. ráðh.?