21.03.1984
Neðri deild: 61. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4037 í B-deild Alþingistíðinda. (3441)

196. mál, lausaskuldir bænda

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Rétt tækifæri til þess að svara þeirri spurningu sem hv. 7. þm. Reykv. beindi til mín. Ég hef af mikilli tillitssemi við hv. 7. þm. Reykv. reynt að taka ekki mikið af ræðutímanum til þess að hann gæti notið sín áfram í ræðustólnum. En spurningin hljóðar svo: Hvernig á að útvega fé til að mæta þörfum bænda til þess að leysa þann vanda sem við þeim blasir?

Það svar sem ég hef á þessari stundu er það að viðskipta- og bankamálaráðherra ásamt landbrh. eru í viðræðum við Seðlabankann um útvegun þessara peninga. Landbrh. hefur þegar átt fundi með seðlabanka og viðskipta- og bankamálaráðherra mun eiga fund með Seðlabankanum í fyrramálið.