22.03.1984
Sameinað þing: 69. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4058 í B-deild Alþingistíðinda. (3457)

2. mál, könnun á raforkuverði á Íslandi

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Aðeins örfá orð. Forseti beindi því til n. hvort hún hygðist taka þetta mál upp aftur. Það hefur ekki verið gert og nm. líta svo á að sú brtt. sem hv. 5. landsk. þm. flytur sé út af fyrir sig sjálfsögð á þann veg að það hefur engum dottið í hug annað en að kostnaður af þessu yrði greiddur af ríkissjóði. En í þinginu liggur fyrir það álit allshn. án minnihlutaálits að samþykkja beri þessa till.