22.03.1984
Neðri deild: 63. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4092 í B-deild Alþingistíðinda. (3487)

160. mál, frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna fjárfestingar í atvinnurekstri

Frsm. 2. minni hl. (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Ég vænti þess að forseti minnist þess að það var um það talað að fundum lyki kl. 6 í dag. Ég hefði helst viljað halda það samkomulag ef það væri mögulegt. (Forseti: Forseti mun gera sitt til þess að svo verði. En vill hv. þm. flytja ræðu sína nú?) Ég var búinn að ráðstafa mér og gera öðrum grein fyrir því á sínum tíma. (Forseti: Er það hv. frsm. bagalegt?) Það vill svo til að ég er frsm. bæði í þessu máli og hinu málinu sem hugmyndin var að taka fyrir. (Forseti: En væri ekki möguleiki á því þrátt fyrir allt að hv. þm. gerði nú grein fyrir minnihlutaáliti sínu og síðan yrði þessum fundi lokið?) Það er alltaf heldur leitt að þurfa að ganga á bak þeirra ráðstafana, sem maður hefur gert gagnvart öðru fólki og af því ég hafði gert slíkar ráðstafanir fyrr í dag, hefði ég viljað að fundi lyki núna kl. 6, eins og um hafði verið talað. (Forseti: Ef hv. þm. er með mjög langa ræðu er sjálfsagt erfitt að breyta nokkuð út af því sem um var rætt hér í dag. Mun þá umr. frestað og þetta mál tekið út af dagskrá. Það á einnig við um 2. dagskrármálið, það er tekið út af dagskrá. — Það liggur ekki fleira fyrir fundinum. Til næsta fundar verður boðað með dagskrá.)