01.11.1983
Sameinað þing: 11. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 481 í B-deild Alþingistíðinda. (350)

389. mál, málefni El Salvador á vettvangi Sameinuðu þjóðanna

Fyrirspyrjandi (Helgi Seljan):

Herra forseti. Á þskj. 56 hef ég leyft mér að bera fram svohljóðandi fsp. til hæstv. heilbr.- og trmrh.:

„1. Hvað líður störfum nefndar sem skipuð var til að endurskoða skipulag geðheilbrigðismála? Hefur hún skilað tillögum, og ef svo er, hver eru áform heilbr.- og trmrn. um framkvæmd þeirra?

2. Eru uppi áform í rn. um skipulega forvarnarvinnu

í geðheilbrigðismálum?

3. Hver eru að dómi rn. forgangsverkefni í þessum málaflokki og hvaða áform eru þar uppi?“

Þessi fsp. er borin fram í samráði við félagsskapinn Geðhjálp, sem á sínum tíma fór þess á leit við nokkra hv. alþm., að þeir flyttu till. til þál. um geðheilbrigðismál, skipulag og úrbætur. Það voru þm. úr öllum flokkum sem fluttu þá till. Áhersluatriði í till. voru, svo að dæmi séu tekin: Í fyrsta lagi varðandi geðdeild Landspítalans, áhersluatriði varðandi hana sérstaklega. Í öðru lagi að aðstaða til skyndihjálpar og neyðarþjónustu yrði bætt. Að fjölgað yrði vernduðum heimilum fyrir geðsjúka. Sérstök áhersla lögð á aðstöðu fyrir unglinga með geðræn vandamál og atvinnumál geðsjúkra komu mjög inn í þetta. Til viðbótar nefni ég stóraukna fræðslu um vandamál geðsjúklinga og aðstandenda þeirra svo og um eðli geðrænna sjúkdóma og að ráðgjafarþjónusta verði sem allra best tryggð.

Hér var sú breyting gerð á í Sþ. að öll áhersluatriðin voru tekin út og till. aðeins samþykkt í því formi að taka þessi mál til gagngerðrar endurskoðunar og að heilbrmrh. skipi nefnd sem aðstandendur geðsjúkra eigi fulla aðild að.

Hér er um viðamikið verk að ræða. Það er því kannske fyrst og fremst spurning um áfangatillögur og áhersluatriði hjá hæstv. ráðh. og rn. hans til úrbóta í þessum málum.

Ég þarf ekki að hafa langt mál um þetta. Hér er um mikið þjóðfélagsvandamál að ræða sem snertir marga þætti okkar þjóðlífs og kemur við ótrúlega marga. Inn í þetta spinnast svo önnur vandamál í þjóðfélaginu, t.d. varðandi áfengi og fíkniefni, sem eru mjög rík inni í þessari mynd líka. Því er það mjög brýnt að áliti allra, sem að þessum málum hafa komið, að skipulag þessara mála allt verði tekið til endurskoðunar og að miklu meira verði gert, alveg sérstaklega í forvarnarvinnu, ef mögulegt er, bæði hvað snertir þetta mál og þau önnur vandamál sem ég nefndi hér áðan.