28.03.1984
Neðri deild: 67. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4240 í B-deild Alþingistíðinda. (3624)

159. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Á þskj. 503 hef ég lagt fram brtt. við frv. til l. um breyt. á lögum nr. 75 frá 1981, um tekjuskatt og eignarskatt, sem í er fólgið að koma nokkuð til móts við húsbyggjendur og íbúðakaupendur í skattafrádrætti. Fjh.- og viðskn. hv. Nd. hefur litið á þessa till. og fundist hún a. m. k. athygli verð, en hefur farið þess á leit við mig að ég flytji hana sem sérstakt mál og muni hún þá fjalla um till. sem slíka. Ég hef því komið til móts við n. og stjórnarflokkana með því að draga þessa till. nú til baka, en mun að sjálfsögðu leggja þetta mál fram á sérstöku þskj.