28.03.1984
Neðri deild: 67. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4266 í B-deild Alþingistíðinda. (3645)

159. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Viðskrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Vegna fsp. hv. 3. þm. Reykv. vil ég taka fram að ég kannast ekki við neina pólitíska samninga í sambandi við þau frumvörp, sem hér hafa verið til umr. og á dagskrá þessa fundar. Í öðru lagi veit hv. þm. það, að viðskrn. fer með hlutafélagalöggjöfina og samvinnufélagalöggjöfina hvað snertir uppbyggingu, form og þær reglur sem þessi félög starfa eftir, en skattaleg meðferð, hvort heldur er félaganna sem slíkra eða þess sem félögunum viðkemur, tilheyrir fjmrn. Það er því hæstv. fjmrh. að svara til í þeim efnum.