29.03.1984
Neðri deild: 68. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4267 í B-deild Alþingistíðinda. (3649)

159. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Þar sem mér barst ekki boð um fund í fjh.- og viðskn. í morgun gat ég ekki sótt fundinn og tók ekki þátt í afgreiðslu málsins. Ég vil hins vegar láta það koma fram að þessi brtt. breytir engu um afstöðu mína eða okkar Alþb.-manna til þessara tveggja frv. um skattfríðindi fyrirtækja, sem við höfum lýst okkur andvíga í umr. hér og nál. sem fram hafa komið. En ástæða er til þess að fagna því að formaður fjh. og viðskn. Nd. sá ástæðu til að kveðja nefndina saman til fundar til þess að fjalla um þetta mál, enda óhjákvæmilegt. Þó það sé ekki veruleg breyting frá þessum frumvörpum er það þó það mikil breyting að rétt er og eðlilegt að þm. ræði málið, svo sem gert hefur verið, eins og hv. 1. þm. Suðurl. gerði grein fyrir áðan.