02.04.1984
Neðri deild: 69. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4332 í B-deild Alþingistíðinda. (3703)

157. mál, húsaleiga

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir áliti fjh.- og viðskn. Nd. sem hefur rætt þetta mál á fundum sínum. Hér er um að ræða frv. sem lagt var fram til staðfestingar á brbl. nr. 60 sem sett voru 22. apríl 1983 að tilhlutan ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens. Hagstofustjóri Klemens Tryggvason kom á fund nefndarinnar og nefndin varð sammála um að mæla með samþykkt frv. Undir þetta nál. skrifa allir nm., þ. e. Páll Pétursson, Guðmundur Einarsson, Þorsteinn Pálsson, Friðrik Sophusson, Halldór Blöndal, Kjartan Jóhannsson og Svavar Gestsson.