03.04.1984
Sameinað þing: 74. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4362 í B-deild Alþingistíðinda. (3734)

245. mál, útflutningur dilkakjöts

Viðskrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Sem svar við fsp. hv. 4. þm. Reykv. á þskj. 441 leyfi ég mér að upplýsa eftirfarandi sem svar við fyrstu fsp., „Hve mikið var flutt út af dilkakjöti á s. l. ári og hve mikið er áætlað að flytja út á þessu ári?“:

Skv. verslunarskýrslum voru flutt úr landi á s. l. ári alls 2585 tonn af frystu kindakjöti að verðmæti 92 990 þús. kr. Ég vil geta þess að ég hef gert ráðstafanir til þess að þm. fái þessar upplýsingar á borð sín eftir að fsp. hefur verið svarað.

Útflutningurinn skiptist þannig eftir löndum: Danmörk 255.8 tonn, fob-verðmæti 10 millj. 90 þús. kr.; Finnland 100 tonn, fob-verðmæti 3 millj. 341 þús. kr.; Færeyjar 660 tonn, 34 millj. 697 þús. kr.; Noregur 3 tonn, 219 þús. kr.; Svíþjóð 771 tonn, 23 millj. 978 þús. kr.; Vestur-Þýskaland 767,3 tonn, 18 millj. 957 þús. kr.; Bandaríkin 21.1 tonn, 1 millj. 513 þús. kr.; Japan 6.9 tonn, 195 þús. kr. Einnig voru flutt út 800 kg af söltuðu kindakjöti til Færeyja að verðmæti 59 þús. kr. Rétt er að taka fram að í þessum tölum er einnig átt við ærkjöt, en útflutningur þess nam liðlega 550 tonnum af ofangreindu magni.

Skv. upplýsingum Framleiðsluráðs landbúnaðarins er áættað að útflutningur ársins 1984 verði liðlega 3000 tonn.

Önnur fsp. var: „Hvaða verð fékkst fyrir kjötið pr. kg, sundurliðað eftir löndum sem flutt var til, og um hvaða verð hefur verið samið á þessu ári og hvenær voru þeir samningar gerðir?“ Skv. verslunarskýrslum hefur verð pr. kg verið eftirfarandi, sundurliðað eftir löndum: Fryst kindakjöt: Danmörk 39.44 kr., Finnland 33.41 kr., Færeyjar 52.57 kr., Noregur 73 kr., Svíþjóð 31 kr., Vestur-Þýskaland 24.70 kr., Bandaríkin 71.70 kr., Japan 28.26 kr. Saltað kindakjöt: Færeyjar 73.75 kr. Rétt er að vekja athygli á að mikill verðmunur til einstakra landa stafar af því að kjötið er mismunandi mikið unnið.

Á þessu ári hafa verið gerðir samningar um sölu á liðlega 3000 tonnum af dilkakjöti til eftirfarandi landa: Svíþjóð 650 tonn, Finnland 105 tonn, Danmörk 200 tonn, Vestur-Þýskaland 175 tonn, Færeyjar 400 tonn, Noregur 1560 tonn, Bandaríkin 200 tonn.

Hvað síðari lið spurningarinnar varðar sér rn. sér ekki fært að skýra frá verði í einstökum samningum, enda mun slíkt geta torveldað frekari viðskiptasamninga.

Þriðja spurning: „Hvað var greitt í útflutningsbætur með hverju kg á s. l. ári?“ Svar: Skv. upplýsingum Framleiðsluráðs landbúnaðarins voru greiddar á s. l. ári 58.62 kr. á kg í útflutningsbætur vegna dilkakjöts en 38 kr. á kg vegna ærkjöts.

Fjórða spurning: „Hverjir önnuðust þennan útflutning, sundurliðað eftir fyrirtækjum og magni? Svarið við þessari fsp. er: Búvörudeild Sambands ísl. samvinnufélaga annaðist þennan útflutning að langmestu leyti. Sláturfélag Suðurlands flutti út 13 tonn af ærkjöti til Færeyja. Einnig voru flutt út 6–7 þús. tonn af unnu kjöti til Færeyja og Evrópu. Sá útflutningur var að mestu leyti í höndum tveggja aðila, Ísmats hf. í Njarðvík og Austmats hf. á Reyðarfirði.

Fimmta spurning: „Hvernig er háttað söluþóknun, þ. e. hversu mikil er hún og við hvaða verð er miðað?“ Reiknuð er 2% söluþóknun af óniðurgreiddu heildsöluverði, en það var ákveðið 75.62 kr. pr. kg hinn 15. sept. 1982 og miðast umboðslaunin við ofangreint verð allt árið til og með ágúst 1983. Nýtt heildsöluverð var ákveðið frá 1. okt. 1983 og er það 129.32 kr. pr. kg. Söluþóknun er 2% af þeirri upphæð allt árið til ágústloka 1984.

Með þessum svörum vonast ég til að ég hafi greitt úr fsp. hv. þm.