02.11.1983
Efri deild: 11. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 506 í B-deild Alþingistíðinda. (377)

59. mál, innlend lánsfjáröflun ríkissjóðs

Helgi Seljan:

Virðulegi forseti. Ég vil taka undir það, sem kom fram hér í máli hv. 11. þm. Reykv., að vissulega ber að fagna þeirri viðleitni sem í þá átt er að létta húsbyggjendum vandann. En ég man vel þær ræður sem voru fluttar í vor eða á síðasta vetri hér í hv. deild varðandi bjartsýni manna um innlenda lánsfjáröflun, þar sem stjórnarandstaðan hélt því fram — og það greinilega með réttu, eins og nú hefur komið fram og skýrist best í þessu plaggi — að við ríkjandi ástand mundi hér vera ofætlað og ekki tækist að afla þess fjár innanlands sem þar var gert ráð fyrir. Þetta hefur því miður reynst rétt. Og það hefur reynst rétt fyrst og fremst vegna þeirra aðgerða sem hæstv. núv. ríkisstj. hefur gripið til varðandi kjaramál fólksins í landinu, því að hverjir eiga að kaupa þessi bréf og þessa víxla? Það er spurningin þegar svo er þrengt að hinum almenna launamanni sem raun ber vitni.

Hitt er auðvitað miklu lakara, þegar gefin eru ákveðin loforð af hálfu hæstv. ríkisstj. um verulegar úrbætur í húsnæðismálum, til þess fólks sem við þennan mikla vanda á að etja, að svo blint er rennt í sjóinn, sem hæstv. fjmrh. í raun viðurkenndi hér heiðarlega og réttilega áðan, um það hvernig tekst að afla fjár til að standa við þessi nýgefnu loforð. Og ef þessi lánsfjáröflun ríkissjóðs, sem þarna er gert ráð fyrir og máske miðar við breytt.skilyrði, skilar einhverju er það vel — en ef hún bregst að einhverju leyti eða kannske að miklu leyti, hvað verður þá um þau loforð sem þegar hafa verið gefin í húsnæðismálum og sem fólk treystir nú á, þau loforð sem óneitanlega hafa vakið nokkra bjartsýni hjá fólki um að það réði frekar við þann vanda sem það á við að stríða