06.04.1984
Neðri deild: 71. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4519 í B-deild Alþingistíðinda. (3849)

269. mál, erfðafjárskattur

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Ég mótmæli því að þessu máli sé vísað til félmn. Ég held að það hljóti að vera lýðum ljóst að þessu máli ætti að vísa til hv. allshn. Hér er um að ræða mál sem falla hiklaust undir þá nefnd. Ég vil gera það að till. minni að hv. þingdeild greiði um það atkv. til hvorrar nefndar málinu verði vísað. Ég geri ráð fyrir að hæstv. ráðh. hafi þarna verið að hugsa til þess að tekjur af erfðafjárskatti renni til Framkvæmdasjóðs fatlaðra, sem vissulega heyrir undir hans rn., en þarna er um að ræða tvö mál í raun og veru. Eitt er hvert tekjurnar af skattinum renna, annað hvar frv. og lagabreytingar um skattinn sjálfan eiga heima. Ég vil því leyfa mér að spyrja hæstv. forseta eða þd. hvort ekki væri eðlilegra að málið færi til hv. allshn. og legg það til.