06.04.1984
Neðri deild: 71. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4519 í B-deild Alþingistíðinda. (3851)

269. mál, erfðafjárskattur

Guðrún Helgadóttir:

Herra forseti. Mig langar að halda áfram þessum umr.

Hæstv. ráðh. segir að erfðafjárskattur hafi alltaf heyrt undir félmrn. Við getum þá deilt um hvort málið heyri ekki alveg eins undir heilbrmrn. þar sem Tryggingastofnun ríkisins hefur alla tíð farið með eða öllu heldur tryggingaráð úthlutanir á erfðafjárskatti. Ég skal viðurkenna að ég er ekki svo þingvön og fróð að ég viti nákvæmlega hvar þetta mál ætti heima, en ég held að þarna orki nokkuð tvímælis. Hér er um að ræða, ef þetta frv. yrði að lögum, verulegt tekjutap fyrir Framkvæmdasjóð fatlaðra og þar með að ég ætla ríkissjóð. Þegar ég spurði hæstv. ráðh. í umr. hvernig stæði til að bæta þetta tekjutap upplýsti hann að það mundi verða ríkissjóður sem bætti. Það er ekki nema gott um það að segja, en þá má líka spyrja: Á þetta ekki bara heima í fjh.- og viðskn.? Ég held að í öllum tilfellum eigi þetta alls ekki heima í félmn., en vil biðja mér þingfróðari menn að segja sitt álit á því