06.04.1984
Neðri deild: 71. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4536 í B-deild Alþingistíðinda. (3884)

266. mál, sala ríkisjarðarinnar Selárdals í Suðureyrarhreppi

Flm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Ég þakka þann mikla stuðning sem fram hefur komið við þetta mál í ræðu hv. 10. landsk. þm. Ég vil taka undir það með hv. 10. landsk. þm. að ég tel ástæðulaust að við eyðum löngum tíma hérna í þinginu og vænti þess að sjálfsögðu að umr. þurfi ekki að standa lengur en orðið er, en málið komist sem fyrst til nefndar.

Varðandi þekkingu þeirra hreppsnefndarmanna á fjvn. get ég vottað að þeir eru henni málkunnugir og ég ætla að þeir hafi komið þessari ósk á framfæri þegar þeir voru hér á s. l. hausti. Þá var fjvn. í þeim önnum, sem hún löngum er, að hún hefur ekki komið þessu máli inn á heimildargrein.