09.04.1984
Sameinað þing: 77. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4537 í B-deild Alþingistíðinda. (3886)

Varamaður tekur þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf:

„Reykjavík 4. apríl 1984.

Ingvar Gíslason, 1. þm. Norðurl. e., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get ekki sinnt þingstörfum á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varaþm. Framsfl. í Norðurl. e., Níels Árni Lund æskulýðsfulltrúi, Reykjavík, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Birgir Ísl. Gunnarsson,

forseti Nd.

Þessu bréfi fylgir kjörbréf Níelsar Á. Lund.

Þá hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 4. apríl 1984.

Kjartan Jóhannsson, 3. þm. Reykn., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sinnt þingstörfum á næstunni leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varaþm. Alþfl. í Reykjaneskjördæmi, Kristín H. Tryggvadóttir fræðslufulltrúi, Garðabæ, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari í Sþ. rannsókn á kjörbréfi varamanns.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Þessu bréfi fylgir kjörbréf Kristínar H. Tryggvadóttur.

Þá hefur borist svohljóðandi bréf:

„Reykjavík, 6. apríl 1984.

Halldór Blöndal, 5. þm. Norðurl. e., hefur ritað mér á þessa leið:

„Þar sem ég er á förum til útlanda í opinberum erindum og get því ekki sinnt þingstörfum um sinn leyfi ég mér með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að óska þess, að 1. varaþm. Sjálfstfl. í Norðurl. e., Björn Dagbjartsson matvælaverkfræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.“

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Ingvar Gíslason,

forseti Nd.

Björn Dagbjartsson hefur áður tekið sæti á þessu þingi, en svo er ekki ástatt með Níels Árna Lund og Kristínu H. Tryggvadóttur. Vil ég leyfa mér að biðja hv. kjörbréfanefnd að rannsaka kjörbréf þeirra beggja. Á meðan verður fundinum frestað í 5 mínútur. [Fundarhlé.]