09.04.1984
Neðri deild: 72. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4553 í B-deild Alþingistíðinda. (3924)

23. mál, afnám laga um álag á ferðagjaldeyri

Frsm. meiri hl. (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir áliti meiri hl. fjh.- og viðskn. um afnám laga um álag á ferðagjaldeyri.

Frv. þetta var flutt til staðfestingar á brbl. sem gefin voru út 29. júlí 1983 og gerir ráð fyrir að niður verði felld lög frá 23. des. 1980 um álag á ferðagjaldeyri. Þetta var gert í því skyni að efla traust á íslenska gjaldmiðlinum, eyða mismunun við sölu erlends gjaldeyris og koma í veg fyrir óeðlileg viðskipti með gjaldeyri og með tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga Íslendinga í gjaldeyrismálum.

Nefndin hefur fjallað um málið á nokkrum fundum og aflað upplýsinga og mælir meiri hl. nefndarinnar með samþykkt frv. eins og það liggur fyrir. Guðmundur Einarsson skrifar undir með fyrirvara, en minni hl. skilar séráliti.