11.04.1984
Efri deild: 80. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4623 í B-deild Alþingistíðinda. (4004)

223. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Frsm. (Valdimar Indriðason):

Virðulegi forseti. Hér er frv. til l. um breytingu á lögum um útflutningsgjald af sjávarafurðum. Um það var fjallað í sjútvn. Ed. og nefndin varð sammála um að mæla með því óbreyttu eins og það kemur frá Nd. Hér er um það að ræða að lækka útflutningsgjald á saltfiski framleiddum 1984 úr 5.5% í 4% og einnig var gerð sú viðbót og breyting í Nd. að skreið, sem er með sama útflutningsgjaldi, 5.5%, verði einnig lækkuð í 4%. Svo er einnig um fóðurlýsi.

Þetta gefur ekki tilefni af minni hálfu til langrar umr. þannig að ég læt þessar skýringar aðeins koma fram. Nefndin er öll sammála því að þetta frv. verði samþykkt, en Kolbrún Jónsdóttir skrifar undir nál. með fyrirvara.