11.04.1984
Neðri deild: 73. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4627 í B-deild Alþingistíðinda. (4020)

119. mál, tollskrá

Guðrún Helgadóttir:

Virðulegi forseti. Ég get að sumu leyti fallist á það með hæstv. iðnrh. að hér er ekki, að ég held, farið að með öllu eins og æskilegast væri. Ég harma hins vegar ef mál mitt verður til þess að tefja fyrir því að vísinda- og tæknibúnaður verði undanskilinn tolli. Ég treysti því þá, ef það verður.niðurstaðan að hæstv. ríkisstj. vill rannsaka nánar þetta mál, að þetta þing liði ekki án þess að þau atriði verði samþykkt á þinginu. Ég væri þess vegna tilbúin að styðja þetta frv. og hef gert það hingað til.

Ég var einfaldlega að fara fram á að ekki yrðu undanskilin önnur þau atriði sem Flórens-sáttmálinn fjallar um. Það verður auðvitað að vera mál stjórnarflokkanna hvort þeir vilja bera fram nýtt frv. um öll atriði sáttmálans eða samþykkja þetta frv. og síðan bera fram annað með því sem eftir er. En ég vil eindregið að það komi fram að ég er ekki á móti því, síður en svo, að tottskrárlögum verði breytt í þá veru að tækjabúnaður til vísinda verði tollfrjáls, en ég hlaut að vekja athygli á þessu af lagalegum og lagagerðarlegum ástæðum.