11.04.1984
Neðri deild: 73. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4635 í B-deild Alþingistíðinda. (4037)

219. mál, bókasafnsfræðingar

Menntmrh. (Ragnhildur Helgadóttir):

Herra forseti. Hér liggur fyrir lítið frv. sem einnig er nýkomið frá hv. Ed. og hlaut þar ágreiningslausa afgreiðslu. Það er lögverndun starfsheitisins bókasafnsfræðingur. Það felur í sér lögverndun þess að mega kallast því nafni að því tilskildu að menn hafi að baki tiltekna menntun. Menntunarkröfurnar eru greindar í frv. Fjallar frv. einungis um þetta, að þeir sem hafi tiltekna menntun í bókasafnsfræðum hafi rétt til þess að kalla sig bókasafnsfræðinga.

Ég leyfi mér að leggja til að þessu máli verði vísað til 2. umr. að lokinni þessari umr. og hv. menntmn.