03.11.1983
Sameinað þing: 13. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 576 í B-deild Alþingistíðinda. (423)

48. mál, stöðvun framkvæmda við byggingu Seðlabanka Íslands

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Ég beindi fsp. bæði til hæstv. fjmrh. og einnig til hæstv. viðskrh. sem ég hef ekki fengið svör við. Þegar ég var að stíga hér úr ræðustól fékk ég einungis frá hæstv. fjmrh. orðsendingu þar sem á stóð: „Verð að fara. Er með fjarvistarleyfi. Bless elskan. “Þetta voru nú öll svör hæstv. fjmrh. Og hæstv. viðskrh. virðist ekki heldur ætla að svara minni spurningu, sem er varðandi bankaútibúin, og þegir þunnu hljóði í sínum ráðherrastól. En ég vil eindregið fara þess á leit við hann að hann svari þessari spurningu minni, hvort hann hafi hugmynd um hver kostnaður er við þessi 11 bankaútibú. Og ef hann hefur það ekki hvort hann ætli að kynna þingheimi það. Vegna þess að ef svo er ekki þá mun ég auðvitað þurfa að leggja hér fram með formlegum hætti fsp. til ráðh. um þetta efni. (Gripið fram í: Vill elskan svara?)