26.04.1984
Sameinað þing: 84. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4926 í B-deild Alþingistíðinda. (4332)

Umræður utan dagskrár

Valdimar Indriðason:

Herra forseti. Aðeins örlítið innskot vegna þeirra umr. sem hér hafa orðið. Ég vil að þingheimur viti það að þrátt fyrir lög Kristjáns X. frá 1936 hefur Samband ísl. fiskframleiðenda greitt sín gjöld eins og önnur félög. Eins og hér er tekið fram er það undanþegið tekju- og eignarskatti og svo aukaútsvari eftir efnum og ástæðum, eins og sagt er. Það hefur greitt þessi gjöld undanfarin ár. Þetta vil ég að komi fram hér svo að það verði enginn misskilningur. Það hefur ekki notað sér þessa aðstöðu sem heimild er fyrir í lögum frá okkar virðulega fyrrv. konungi, Kristjáni X.