30.04.1984
Neðri deild: 77. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 4983 í B-deild Alþingistíðinda. (4414)

40. mál, tekjustofnar sveitarfélaga

Frsm. (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Félmn. hefur fjallað um frv. til l. um breytingu á lögum nr. 73/1980 um tekjustofna sveitarfélaga. Það er 40. mál. Efnislega gerir frv. ráð fyrir þeirri breytingu að fasteignagjöld af sumarbústaðalóðum og mannvirkjum á þeim lækki úr 1% af fasteignamati í 1/4%. Nefndin hefur rætt frv. og kynnt sér viðhorf sumarbústaðaeigenda og sveitarstjórna. Nefndin varð sammála um að rétt væri að lækka fasteignaskatt af sumarbústöðum úr 1% af fasteignamati lóða og mannvirkja í 1/2%. Fyrir því hefur nefndin sameiginlega flutt brtt. á þskj. 676 þar sem ráð er fyrir því gert að fasteignaskattur af sumarbústaðalóðum og mannvirkjum á þeim lækki með þessum hætti. Nefndin mælir með því að þannig breytt verði frv. samþykkt.