30.04.1984
Neðri deild: 77. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5008 í B-deild Alþingistíðinda. (4431)

276. mál, kjarasamningar opinberra starfsmanna

Páll Pétursson:

Herra forseti. Ég tel viðeigandi við 1. umr. málsins að segja frá því að mér hefur sem formanni í fjh.- og viðskn. borist bréf frá skrifstofustjórum í Stjórnarráði Íslands þar sem þeir óska eftir því að komast undir kjaradóm og rökstyðja sitt mál með því að þeir séu staðgenglar ráðuneytisstjóra og þurfi að sinna þeirra starfi af og til. Þeir óska eftir að þeim verði bætt við þá upptalningu sem er í frv. Nefndin kemur til með að fjalla um þetta mál.