02.05.1984
Efri deild: 87. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5040 í B-deild Alþingistíðinda. (4460)

319. mál, kvikmyndamál

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að ræða frv. sem slíkt — ég styð það að sjálfsögðu enda stjfrv. — og heldur ekki hvort 100% eða eitthvað minna af söluskatti á að fara í Kvikmyndasjóð. En ég vil að það komi hér fram að ég hef eins og aðrir heyrt að það eigi að taka skatt af erlendum kvikmyndatökumönnum sem hingað koma. Út af fyrir sig er ég sammála því. En það er í fyrsta sinn sem ég hef heyrt till. eins og kom fram hjá hv. 11. þm. Reykv. að lögfesta hér eins konar kvikmyndalögsögu og ég vil lýsa stuðningi mínum við þá hugmynd.