03.05.1984
Efri deild: 88. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5170 í B-deild Alþingistíðinda. (4554)

25. mál, lántaka Áburðarverksmiðju ríkisins

Landbrh. (Jón Helgason):

Herra forseti. Það eru ekki áform um að verja fjármunum úr ríkissjóði til Áburðarverksmiðjunnar á þessu ári. Það var till. hennar í vetur að áburðarverð til hennar hækkaði um 19.4% en vegna þeirrar fyrirgreiðslu á s. l. ári sem kemur þarna fram í frv. verður hækkunin til bænda að óbreyttu 43.5% eins og skýrt hefur verið frá í fréttum. Ríkisstj. féllst á tillögur stjórnar verksmiðjunnar og á það að tryggja hallafausan rekstur á þessu ári. Hins vegar var í fyrra að nokkru leyti fært á milli kjarnfóðurs og áburðar innan verðlagsgrundvallarins og það er enn í athugun hvort eitthvað slíkt verður gert á þessu ári. En það er ekki um að ræða útgjöld úr ríkissjóði.