04.05.1984
Efri deild: 90. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5359 í B-deild Alþingistíðinda. (4631)

310. mál, menntaskólar

Ragnar Arnalds:

Virðulegi forseti. Ég tel rétt að greidd séu innritunargjöld þegar öldungadeildir eru starfræktar. En með hliðsjón af því að þörf getur verið á því að endurskoða núverandi gjöld og þar sem sterklega kemur til greina að athugað verði um veitingu námsaðstoðar til þeirra sem standa sig í þessu námi og stunda það reglulega og hafa mikla þörf fyrir aðstoð vil ég ekki greiða atkv. gegn þessari till. Ég greiði því ekki atkv.