04.05.1984
Efri deild: 90. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5359 í B-deild Alþingistíðinda. (4633)

311. mál, fjölbrautaskólar

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Herra forseti. Brtt. sú, sem ég flyt við þetta mál á þskj 757, er shlj. þeirri brtt. sem ég flutti við 310. mál hér áðan og felur í sér að fullorðinsfræðsla skuli vera nemendum að kostnaðarlausu. Fyrir þessari brtt. eru sömu rök og ég hef þegar gert grein fyrir vegna brtt. við fyrra frv. og vil ég aðeins ítreka að það að samþykkja þetta frv. óbreytt sýnir í mínum augum glögglega sýndarmennsku þeirra sem að því standa og flytja hér jafnframt frv. um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla.