07.05.1984
Sameinað þing: 86. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5417 í B-deild Alþingistíðinda. (4681)

Varamenn taka þingsæti - rannsókn kjörbréfa

Frsm. (Birgir Ísl. Gunnarsson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur tekið til athugunar kjörbréf Bjarna Guðnasonar sem tekur sæti sem 1. varamaður Alþfl. í Reykjavík, en Jón Baldvin Hannibalsson er á förum til útlanda í opinberum erindum. Kjörbréfanefnd gerir engar aths. við kjörbréfið og leggur til að það verði samþykkt.

Jafnframt hefur kjörbréfanefnd tekið til athugunar kjörbréf Elsu Kristjánsdóttur, 1. varaþm. Alþb. í Reykjaneskjördæmi, sem tekur sæti Geirs Gunnarssonar, 5. þm. Reykn., sem er á förum til útlanda í opinberum erindum. Kjörbréfanefnd gerir engar aths. við þetta kjörbréf og leggur til að það verði samþykkt.