08.11.1983
Sameinað þing: 15. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 629 í B-deild Alþingistíðinda. (469)

456. mál, byggingarkostnaður við Þjóðarbókhlöðuna

Fyrirspyrjandi (Karvel Pálmason):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðh. stutt og greinargóð svör og sé ekki ástæðu til að fjölyrða mikið um þau, en vil aðeins bæta því við, að þó að fjárlagafrv. sem nú liggur fyrir geri ráð fyrir 2 millj. kr. fjárveitingu til framkvæmda er hugsanlegt að eitthvað meira verði gert. Til er þáttur sem nefndur er aukafjárveitingar. Það sést af aukafjárveitingalista yfirstandandi árs, þó að það eigi ekki við Þjóðarbókhlöðuna, að þar er ærinn peningur umfram það sem fjárveitingavaldið ákvað í des. s.l. varðandi fjárlög 1983.