07.05.1984
Efri deild: 91. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5431 í B-deild Alþingistíðinda. (4703)

321. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Forseti (Stefán Benediktsson):

Í tilefni þeirra orða sem hér hafa fallið um rétt manna til setu í nefndum og aðgang að skjölum verður að upplýsa að þó að þingstörf á Alþingi Íslendinga séu kannske ekki eins opin og þau hugsanlega gætu verið eiga þeir þingflokkar sem ekki eiga aðild að nefndum hvorrar deildar um sig rétt á áheyrnaraðild, sem þeir e. t. v. geta oft ekki nýtt sér, og skjöl allra nefnda eru þm. aðgengileg til þess að þeir geti skoðað þau og aflað sér þeirra upplýsinga sem þeir kunna að eiga þörf á hverju sinni.