07.05.1984
Efri deild: 91. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5433 í B-deild Alþingistíðinda. (4706)

321. mál, járnblendiverksmiðja í Hvalfirði

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Herra forseti. Að gefnu tilefni vegna umr. um skort á upplýsingastreymi til þm., sem hér hafa orðið, vil ég upplýsa hv. deild um að ég fól starfsmanni þingflokks Kvennalista að nálgast umrætt samkomulag í iðnrn. og það bar því miður ekki árangur.

Um áheyrnaraðild og aðgang að nefndum er mér fullkunnugt.

Ég hef aðeins leyfi til að gera örstutta aths. og vil ég því bæta við mál mitt að það er ekki rétt, sem fram kom í máli hv. þm. Skúla Alexanderssonar, að ég hafi sagt að vænlegasti kosturinn væri að loka verksmiðjunni. Ég sagði að þegar öll gögn lægju fyrir væri það kostur sem mætti athuga.