07.05.1984
Neðri deild: 81. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5434 í B-deild Alþingistíðinda. (4710)

Varamaður tekur þingsæti

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseta Nd. hefur borist svofellt bréf:

„Vegna forfalla Péturs Sigurðssonar, 12. þm. Reykv., sem dvelja mun á sjúkrahúsi næstu vikur, er þess óskað með skírskotun til 138. gr. laga um kosningar til Alþingis að 2. varamaður Sjálfstfl. í Reykjavík, Guðmundur H. Garðarsson viðskiptafræðingur, taki sæti á Alþingi.“

Þetta undirritar Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna.

Ég býð Guðmund H. Garðarsson velkominn til starfa, en kjörbréf hans hefur áður verið rannsakað og hefur hann setið fyrr á þessu þingi. Einnig býð ég velkomna til setu í Nd. þá hv. þm. sem nú hafa tekið hér sæti, en rannsókn kjörbréfa þeirra fór fram í Sþ.