08.05.1984
Sameinað þing: 87. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5516 í B-deild Alþingistíðinda. (4776)

445. mál, arðgreiðslur til hluthafa Flugleiða hf.

Fyrirspyrjandi (Stefán Benediktsson):

Herra forseti. Hér skal ég bæta fyrir fyrri syndir og vera frekar stuttorður. Þessi mál sem hér er spurt um snerta náttúrlega ekki persónu hæstv. fjmrh. þar sem þarna er um atvik að ræða sem gerðust áður en hann tók við stjórnartaumum í sínu rn. að mestu leyti.

1. Hve oft hefur ríkissjóður tekið við arðgreiðslum frá Flugleiðum hf. í formi ávísana á farmiða?

2. Hversu háar voru slíkar arðgreiðslur árlega?

3. Hversu hár var styrkur ríkissjóðs til Flugleiða á sama tíma árlega?

4. Er það réttlætanlegt, að mati fjmrh., að fyrirtæki í taprekstri, sem nýtur ríkisstuðnings, greiði hluthöfum sínum arð?

5. Hefur fjmrh. kannað hvort arðgreiðslur með þessum hætti og við þessi skilyrði eru löglegar?

6. Hvernig hefur ríkissjóður varið þessum arðgreiðslum?