08.11.1983
Sameinað þing: 15. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 637 í B-deild Alþingistíðinda. (480)

46. mál, móttökuskilyrði sjónvarps í N-Þingeyjarsýslu

Fyrirspyrjandi (Steingrímur J. Sigfússon):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. svörin. Ég vil beina því til hæstv. menntmrh. að hann skrifi því fólki sem hér á í hlut og þá alveg sérstaklega íbúunum við Öxarfjörð. Þeir fá nú daglega inn um bréfalúgurnar ítrekanir og kröfur með tilheyrandi innheimtuaðgerðum og viðurlögum, ef ekki verði við brugðist. Ég held að menntmrn. hljóti að kosta öðru eins til í bréfaskriftum, og þó að það hægi nú hug þessa fólks nokkuð með því að láta það vita um stöðu mála. Að öðru leyti þakka ég fyrir svörin.