09.05.1984
Neðri deild: 82. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5579 í B-deild Alþingistíðinda. (4862)

181. mál, sala jarðarinnar Bæjarstæðis í Seyðisfjarðarhreppi

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Þetta mál, um að selja jörðina Bæjarstæði í Seyðisfjarðarhreppi, Norður-Múlasýslu, er einnig komið frá Ed. og var þar samstaða um málið. Landbn. hefur rætt það á fundum sínum og leggur til að það verði samþykkt eins og það kom frá Ed.

Fjarstaddir voru þeir Jón Baldvin Hannibalsson og Halldór Blöndal er málið var rætt.