10.05.1984
Sameinað þing: 89. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5611 í B-deild Alþingistíðinda. (4913)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Ég vil taka það fram út af ummælum hv. síðasta ræðumanns að það má vera að fleiri ræðumenn í þessum umr. hafi gefið tilefni til þess að slegið væri í bjölluna. Það orkar oft tvímælis hvort svo skuli gert og verður að meta það hverju sinni. Það er ógjarnan gert nema það orki ekki tvímælis og það var í þessu tilfelli.