08.11.1983
Sameinað þing: 15. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 646 í B-deild Alþingistíðinda. (494)

395. mál, staðgreiðslukerfi skatta

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég vil í þessu sambandi minna á að það sem þetta mál hefur stöðvast á er í reynd það, að gert er ráð fyrir að bæta þurfi við nokkuð á annað hundrað starfsmönnum hjá skatteftirlitinu í landinu til að anna þessu verkefni. Þess vegna hefur þetta mál að mínum dómi í reynd stöðvast. Það er að sjálfsögðu ekki mjög glæsilegt að fara nú að bæta við milli 100 og 200 starfsmönnum i skattkerfið á sama tíma og öðrum þáttum í skattkerfinu er á engan hátt fullnægt. T. d. vantar fleiri menn í skatteftirlit og skattstofurnar hafa ekki búið við þann mannafla sem á hefur þurft að halda. Það er alveg tilgangslaust að mínu mati að vera að taka upp staðgreiðslukerfi fyrr en þessir þættir eru í lagi, því að það kostar mikið að ráða milli 100 og 200 manns í þjónustu ríkisins.