10.05.1984
Efri deild: 93. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 5650 í B-deild Alþingistíðinda. (4959)

349. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Flm. (Lárus Jónsson):

Herra forseti. Ég hef ásamt hv. þm. Stefáni Benediktssyni, Tómasi Árnasyni, Valdimar Indriðasyni og Eyjólfi Konráði Jónssyni leyft mér að flytja á þskj. 791 frv. til l. um breyt. á lögum um tekjuskatt og eignarskatt.

Hér er mjög lítið mál og einfalt í sniðum um að ræða, en hefur þó verulega þýðingu. Það er kunnugt að gerðar voru nokkrar breytingar á tekjuskattslögum fyrir skömmu. Þessar breytingar urðu nokkuð síðbúnar og öðluðust lögin ekki gildi fyrr en 30. mars s. l. Nú hefur komið í ljós að rekstraraðilum gefst ekki tími til að ljúka uppgjöri nægilega snemma til þess að fyrir liggi fyrir 1. júní forsendur til að taka ákvörðun um tillag í fjárfestingarsjóði skv. ákvæðum hinna nýju laga. Þetta frv. veitir frest til þessa til 1. júlí og á eingöngu við árið t ár. Þetta er tæknilegt atriði sem skiptir verulegu máli í framkvæmd, en er eins og ég segi afar einfalt í sniðum. Ég vona að þetta mál fái hér skjóta afgreiðslu í þessari hv. deild.

Ég legg til, herra forseti, að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.